Vínartónleikar, 12.1.2014 kl.13:00

Töfrahurð fagnar komu nýs árs með árlegum Vínartónleikum fyrir fjölskylduna.

Sérstakir gestir á tónleikunum verða Gissur Páll Gissurarson
og Ragnhildur Þórhallsdóttir.

Árlegir Vínartónleikar Töfrahurðarinnar sem slegið hafa í gegn síðasliðin ár verða sem fyrr með veglegu sniði. Jóhannes Strauss og Madame Pirruette mæta með nýja og ferska tónlist úr sinni smiðju. Vínarvalsarnir verða leiknir af Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar ásamt fjölda gesta svo sem Gissur Páll Gissurarson tenór, Ragnhildur Þórhallsdóttur sópran og hina sprellfjörugu listamenn frá Sirkús Íslandi. Einleikarar á flautu verða Margrét Stefánsdóttir og Pamela De Sensi. Að sjálfsögðu verður boðið upp á danskennslu svo allir geti dansað vals. Nemendur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar leiða dansinn af sinni alkunnu snilld.
Kynnar tónleikanna eru Kolbrún Anna Björnsdóttir og Sigurþór Heimisson.

Frá klukkan 12:30 verður boðið upp á barnafordrykk á torginu, sprell og flugelda. Við hvetjum alla, unga sem aldna að koma í galakjólum og smóking.
Trúðar frá Sirkus Íslandi skemmta tónleikagestum í forstalnum fyrir tónleika en einnig verður boðið upp á andlitsmálun.