Töfrahurð auglýsir eftir söng- og leikelskum stelpum á aldrinum 10-12 ára til að taka þátt í nýjum söngleik fyrir börn, „Björt í sumarhúsi“eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns.

Hlutverk söngleiksins eru fjögur, afi (Jón Svavar Jósepsson) og amma (Valgerður Guðnadóttir) hlaupagikkur (Gissur Páll Gissurarson) og stúlkan Björt. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.

Söngleikurinn verður frumsýndur á Myrkum músíkdögum í Hörpu þann 1. febrúar 2015 og fara æfingar fram í janúar.

Efnt verður til prufusöngs sunnudaginn 23. nóvember. Þær stelpur sem hafa áhuga á að taka þátt sendi umsókn með upplýsingum um sig, tónlistarnám og eða þátttöku í kór/leikstarfi á netfangið tofrahurd@tofrahurd.is.

Þeir þátttakendur úr hópi umsækjenda sem verða valdir til að koma í prufusöng fá sendar nótur að tveimur lögum sem þeir verða beðnir að flytja í prufusöngnum.

Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember.