Töfraflautan

2.799 kr. 1.000 kr.

Töfraflautan eftir Mozart í nýrri útsetningu og myndskreyttri barnabók. Þessi ævintýraópera höfðar ákaflega vel til barna sem og fullorðinna.

Lýsing

Hin sígilda ópera Töfraflautan, frægasta ópera Mozarts, er nú í fyrsta skipti aðgengileg íslenskum börnum í nýrri útsetningu í myndskreyttri barnabók. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem óperan er flutt undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Fuglasnararinn Papagenó er í hlutverki sögumanns sem leiðir áheyrendur í gegnum söguna með hjálp þriggja fylgdarsveina. Óperan fjallar um ránið á hinni fallegu Pamínu, dóttur Næturdrottningarinnar og raunum prinsins Tamínó, er hann yfirstígur mikla erfiðleika til að frelsa Pamínu frá Sarastró konungi. Þessi ævintýraópera höfðar ákaflega vel til barna sem og fullorðinna og hefur því mikið verið notuð erlendis til að kynna óperur fyrir börnum.

Það merkilega við þessa frekar ævintýralegu blöndu af persónum og atburðum er að ef við hlustum vandlega á tónlistina er ekki annað hægt en að brosa allan hringinn því tónlistin er svo undurfalleg.

Texti: Edda Austmann

Myndskreytingar: Linda Ólafsdóttir

Flytjendur: Ágúst Ólafsson, Valgerður Gudnadottir, Gissur Páll Gissurarson, Edda Austmann, Snorri Wium, Bjarni Thor Kristinsson, Gréta Hergils, Rósalind Gísladóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Birta Dröfn Valsdóttir og kammerhópurinn Shéhérazade.

Additional information

Blaðsíðufjöldi

36

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Töfraflautan”

Netfang þitt verður ekki birt.

Title

Go to Top