Englajól

999 kr.

Englajól er tónlistarævintýri eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, en verkið er byggt á samnefndri sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í verkinu er hin hugljúfa jólasaga fléttuð inn í tónlistina.

Lýsing

Englajól er tónlistævintýri eftir Elínu Gunnlaugsdóttur þar sem samnefnd saga eftir Guðrúnu Helgadóttur fléttast inn í tónlistina.

Í sögunni segir frá englum sem skreyta himnana og halda heilög jól fyrir fátæk börn veraldarinnar. Sagan minnir okkur á friðar og kærleiksboðskap jólanna.

Þetta hugljúfa tónlistarævintýri Elínar Gunnlaugsdóttur var frumflutt árið 2010, en kemur nú út á geiskadiski með listrænum myndum Sevenfactory Designstudio.

Höfundar: Elín Gunnlaugsdóttir og Guðrún Helgadóttir

Þulur: Sigurþór Heimisson

Myndskreytingar: Sevenfactory Designstudio

Tónlistarflutningur: Shehrézade-hópurinn og félagar úr Kársneskórnum.

Stjórnandi: Guðni Franzson.

Á diskinum er líka svíta sem unnin er upp úr verkinu og er hún flutt af Duo Harpverk.

Útgáfan er samstarfsverkefni Töfrahurð og Bókaútgáfunnar Sæmundar.

Additional information

Útgáfuár

2012

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Englajól”

Netfang þitt verður ekki birt.

Title

Go to Top