Björt í sumarhúsi

3.219 kr. 2.500 kr.

Skemmtileg barnabók eftir Þórarinn Eldjárn og Elínu Gunnlaugsdóttur, sem segir frá hinni ungu Björt sem fer með afa sínum og ömmu í sumarbústað.

4-stelle-e-mezzo

„…. Lög Elínar eru sérlega skemmtileg. … Bókaútgáfan Töfrahurð á hrós skilið að ráðast í jafn metnaðarfullt verkefni….“
Silja Björk Huldudóttir, MBL

„…. söngur fjórmenninganna var fullkomlega
í stíl við efni og umhverfi. ….“
Silja Aðalsteinsdóttir, TMM

„……..falleg sýning ….“
Hlín Agnarsdóttir, Djöflaeyjan

Lýsing

Í sumarhúsi uppi í sveit getur margt skrítið gerst. Björt fer með ömmu sinni og afa í sumarbústað uppi í sveit en þar er lítið við að vera. Ekkert rafmagn, engar tölvur og síminn verður meira að segja batteríslaus. Hvað á maður þá eiginlega að gera?

Sem betur fer deyja afi og amma sko aldeilis ekki ráðalaus og finna upp á hinu og þessu skrítnu og skemmtilegu til að stelpuskottinu leiðist ekki. Ýmsar furðuverur koma í heimsókn og má þar nefna hlaupagikk, ókind og fiskiflugu sem fá Björt til að gleyma öllum tæknitólum heimsins. Innan skamms ráða ríkjum leikgleðin, tungan og ímyndunaraflið.

Höfundar: Þórarinn Eldjárn og Elín Gunnlaugsdóttir

Myndskreytingar: Sigrún Eldjárn.

Flytjendur: Una Ragnarsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Jón Svavar Jósefsson, Bragi Bergþórsson og hljóðfæraleikarar.

Bókinni fylgir geisladiskur með tónlist og texta.

Additional information

Blaðsíðufjöldi

52

Höfundar:

Þórarinn Eldjárn og Elín Gunnlaugsdóttir. Bókin er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn.

Geisladiskur

Bókinni fylgir geisladiskur með tónum og tali. Flytjendur: Una Ragnarsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Jón Svavar Jósefsson, Bragi Bergþórsson og hljóðfæraleikarar.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Björt í sumarhúsi”

Netfang þitt verður ekki birt.

Title

Go to Top