Útgáfutónleikar í Hörpu á Myrkum músikdögum.

Sagan af Hlina kóngssyni er glænýtt tónlistarævintýri eftir Sigurð Sævarsson sem verður frumflutt, næst komandi laugardag, 28.janúar, kl. 12 í Kaldalóni, Hörpu. Sagan er byggð á hinni þekktu þjóðsögu um Hlina kóngsson. Tónlistin er létt og leikandi eins og Sigurði er von og vísa og höfðar sýningin til allra aldurshópa. Björn Thorarensen er í hlutverki sögumanns en Sheherazade hópurinn sér um tónlistarflutninginn. Myndskreytingar eru eftir Böðvar Léos.
Sagar er klædd í nýjan búning sem höfðar til nútímabarna.
Þetta er fjórða árið sem Töfrahurð stendur fyrir dagskrá á samtímatónlistarhátíðinni Myrkum Músíkdögum.

um bókinni:
,,Sagan af Hlina kóngssyni” er hluti af nýrri bókaröð Töfrahurðar sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi.

Sögurnar eru klæddar í nýjan búning sem höfðar til nútímabarna. Í heild verða þetta tólf sögur og munu jafn mörg tónskáld semja tónlist við þær í samvinnu við rithöfunda.
Þessi bók er önnur í röðinni og í henni er sögð  „Sagan af Hlina kóngssyni“. Tónskáldið Sigurður Sævarsson hefur samið tónlist sem smellpassar ævintýrinu og sögumaður er Björn Thorarensen. Bókin er fagurlega myndskreytt af Böðvari Leós og á vel heima í bókahillum allra barna sem vilja kynnast einhverju nýju og spennandi. En sögurnar brúa einnig bil kynslóða og eru hluti af ævagömlum menningararfi.

By |2017-05-01T13:26:11+00:001. maí, 2017|Tónleikar, Útgáfa|0 Comments

Leave A Comment