Hinn bráðskemmtilegi söngleikur um Björt í sumarhúsi nú loksins kominn út á bók og geisladiski.
Björt í sumarhúsi

Björt í sumarhúsi er nýr íslenskur söngleikur eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Þórarin Eldjárn sem var frumsýndur í febrúar 2015 og hlaut einróma lof. Sagan kemur nú út sem bók með myndskreytingum eftir Sigrúnu Eldjárn en bókinni fylgir einniggeisladiskur þar sem einvala lið söngvara og tónlistarmanna flytur verkið. Texti söngleiksins er byggður á ljóðum úr bók Þórarins, Gælur, fælur og þvælur, og fær orðasnilld höfundar að njóta sín í léttri og skemmtilegri tónsetningu Elínar. Þetta allt gerir bókina tilvalda fyrir þá sem vilja njóta töfra íslenskunnar og fá meiri áhuga á tungumálinu og fjölbreytileika þess.

Verðið velkomin á þessa útgáfuhátíð, en við bjóðum þó sérstalega velkomna börn, ömmur og afa!

DAGSKRÁIN HEFST KL. 13:00
Boðið verður uppá nammi, tónlist og upplestur úr bókinni.
Björt mætir, syngur og segir frá sögunni. Þá verða
Þórarinn Eldjárn og Elín Gunnlaugsdóttir á staðnum og til að árita bækur og geisladiska.