TÖFRANDI TÓNAR OG SPENNANDI SÖGUR
Töfrahurð gefur út metnaðarfullar bækur sem gera börnum kleyft að kynna sér klassíska tónlist á lifandi máta. Bækurnar eru allar fallega myndskreyttar og þeim fylgir geisladiskur sem eykur upplifun bókarinnar.
Sagan af Hlina kóngssýni
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, gömul en samt glæný.
„Sagan af Hlina kóngssyni“ er hluti af nýrri bókaröð Töfrahurðar sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi.
Sögurnar eru klæddar í nýjan búning sem höfðar til nútímabarna. Í heild verða þetta tólf sögur og munu jafnmörg tónskáld semja tónlist við þær í samvinnu við rithöfunda.
Þessi bók er önnur í röðinni og í henni er sögð „Sagan af Hlina kóngssyni“.
Tónskáldið Sigurður Sævarsson hefur samið tónlist sem smellpassar við ævintýrið og sögumaður er Björn Thorarensen. Bókin er fagurlega myndskreytt af Böðvari Leós og á vel heima í bókahillum allra barna sem vilja kynnast einhverju nýju og spennandi. En sögurnar brúa einnig bil milli kynslóða og eru hluti af ævagömlum menningararfi. Skoða nánar
Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi
Sígilt ævitýri eftir Báru Grímsdóttur og Helga Zimsen
Kóngar, álfar, sagnamaður, maurar og margt fleira kemur fyrir í verki eftir Báru Grímsdóttur og Helga Zimsen sem byggt er á gömlum íslenskum munnmælasögum. Skoða nánar
Björt í sumarhúsi
Skemmtilegt ævintýri úr samtímanum, eftir Þórarinn Eldjárn og Elínu Gunnlaugsdóttur.
Björt fer með ömmu sinni og afa í sumarbústað uppi í sveit en þar er lítið við að vera. Ekkert rafmagn, engar tölvur og síminn verður meira að segja batteríslaus. Hvað á maður þá eiginlega að gera? Skoða nánar
Töfraflautan
Töfraflautan eftir Mozart í nýrri útsetningu og myndskreyttri barnabók.
Hin sígilda ópera Töfraflautan, frægasta ópera Mozarts, er nú í fyrsta skipti aðgengileg íslenskum börnum í nýrri útsetningu í myndskreyttri barnabók. Skoða nánar
Strengir á tímaflakki
Strengir á tímaflakki er tónlistarævintýri um strengjakvartett skipuðum köngulóm er lendir í viðburðarríku ferðalagi.
Sagan er eftir Pamelu De Sensi en frumsaminni tónlist eftir Steingrím Þórhallsson er fléttað saman við tónlist meistaranna Vivaldis og Mozarts. Skoða nánar
Englajól
Falleg jólasaga með tónlist.
Englajól er tónlistarævintýri eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, en verkið er byggt á samnefndri sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í verkinu er hin hugljúfa jólasaga fléttuð inn í tónlistina. Skoða nánar