TÖFRAHEIMUR KLASSÍSKRAR TÓNLISTAR

Félagið var stofnað 2013 af Pamelu De Sensi flautuleikari, og hefur að markmiði að auka framboð á tónlistarefni fyrir börn og unglina, t.d. söngleiki, tónlistarævintýri sem og alls konar efni sem henntar til tónlistarfræðslu í tónlistarskóli og leik- og grunnskólum.

Eftirtalin tónskáld hafa samið fyrir Töfrahurð:  

  • Elín Gunnlaugsdóttir   
  • Oliver Kentish  
  • Guðmundur Steinn Gunnarsson
  • Steingrímur Þórhallsson
  • Hildigunnur Rúnarsdóttir
  • Bára Grímsdóttir
  • Sigurður Sævarsson
  • Haukur Grondal

Útgáfa

Töfrahurð gefur út bækur í tónum og tali, þar sem ungu fólki gefst kostur á að kynnast klassískri tónlist í gegnum spennandi sögur.  Töfrahurð hefur gefið út 6 bækur, en öllum bókum fylgir geisladiskur með vandaðri tónlist, fluttu af fagfólki.  Bækurnar eru myndskreyttar og verða þannig lifandi og eiguleg eign fyrir hvert tónelskandi barn!

FARA Í VEFVERSLUN

Tónleikar

Töfrahurð býður ungu fólki upp á tónleika þar sem tónlist er blandað saman við fræðslu og skemmtun og þannig skapað andrúmsloft sem höfðar til ungs fólks. Tónlistin sem flutt er kemur að mestu frá klassískum tónskáldum, bæði fyrri tíma og samtíma. Heimur klassískrar tónlistar er kynntur börnunum á léttan hátt með hjálp leikara sem leiða tónleikana áfram.

MEIRA UM TÓNLEIKA