Töfrahurð er Vorvindar IBBY 2017

Töfrahurð Tónlistarútgáfa var verðlaunuð fyrir að opna börnum gátt inn í heim tónlistar með fjölbreyttu og metnaðarfullu útgáfustarfi og tónleikahaldi.“

Úr umsögn IBBY:
Töfrahurð Tónlistarútgáfa er gátt. Töfrahurð er metnaðarfull leið til þess að opna inn í nýja og spennandi heima. Töfrahurð sýnir börnum á ýmsum aldri að tónlist er skemmtileg. Tónlist er fyndin. Tónlist er lóðbein leið inn í tilfinningarnar okkar. Og þetta skiptir máli. Af því að börn sem ekki kynnast tónlist nema sem einhverju sem fyllir þögnina – þau geta aldrei átt þess kost að upplifa hana til fulls. Maður þarf að læra að kunna að meta tónlist. Það þarf að leiða börn í allan sannleikann um hana. Og það eru Pamela og félagar hennar að gera með starfi Töfrahurðar.
Vorvindar IBBY eru veittir fyrir þá vinda sem ferskastir þykja blása í menningarlífinu hverju sinni. Töfrahurð er slíkur vindur, kraftmikið verkefni þar sem alúð og metnaður einkennir starfið allt. Það er mikið lán fyrir bæði íslensk börn og tónlistarlífið í landinu að Pamela De Sensi og samstarfsfólk hennar beini áhuga sínum, atorku og kunnáttu í þennan ævintýralega farveg

By |2017-08-08T16:22:13+00:008. ágúst, 2017|Tónleikar, Útgáfa, Verðlaun|0 Comments

Leave A Comment