Á tónleikunum verða flutt Divertimento eftir W.A. Mozart, auk þess sem flutt verður tónlistarævintýrið Strengir á tímaflakki fyri r strengjakvartett og sögumann. Ævintýrið er eftir Pamelu De Sensi og tónlistin er eftir Steingrím Þórhallsson. Það fjallar um fjórar köngulær í strengjakvartett sem fara á tímaflakk og kynnast Vivaldi og Mozart á skemmtilegu ferðalagi. Einnig verða köngulóadansinn Tarantella kynntur til sögun nar og boðið upp á danskennslu. Strengjakvartett Tígull mun sjá um flutning. Að auki koma fram dansarar frá Dansskóla Alice og W.A. Mozart sjálfur mun mæta og verður aðal stjarna tónleikanna. Sögurmaður og leikari verður Benedikt Karl Gröndal.
Líflegar og litríkar myndir eru eftir Kristínu Maríu Ingimarsdóttur en frá klukkan 12:30 verður fjör í anddyrinu og einnig tveir andlitsmálarar sem bjóða upp á ókeypis andlitsmálun.