Tónleikaröð Töfrahurðar „Gamalt en glænýtt” heldur áfram með nýrri barnaóperu eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur . Verkið er byggt á íslensku þjóðsögunni um konuna og selshaminn og fjallar um togstreitu móður sem þarf að velja á milli „sjö barna á landi og sjö í sjó”.
Flytjendur eru Björk Níelsdóttir sópran, Pétur Oddbergur Heimisson baritón, Skólakór Kársness undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Caput Ensemble. Leikstjóri er Helgi Grímur Hermannsson.
Myndir: Freydís Kristjánsdóttir
„Gamalt en glænýtt” er verkaröð Töfrahurðar þar sem gömul sagnahefðÍslands er færð í nýjan búning fyrir börn og unglinga. Tónskáld og textahöfundar koma saman og endurskapa þjóðsögurnar á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.
Nú þegar hafa komið út eftirtalin verk:
– Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi (2016)
– Sagan af Hlina kóngssyni (2017)
– Gilitrutt barnaópera (2018)
Miðaverð á kr. 2.500
fyrir börn, 12 ára og yngri, á kr. 2.000
Fjölskylduafsláttur, 4 miðar á kr. 8.000

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisin og Tónskáldasjóði RÚV og Stef´s.