Frægasta ópera Mozart í nýrri útsetningu fyrir börn. Þessi útgáfabyggir á óperunni Töfraflautan og er fuglafangarinn Papageno í hlutverki sögumanns. Verkið í þessum búningi er aðeins klukkutími í flutningi en þessi skemmtilegi karakter leiðir börnin í gegnum óperuna sem er um ránið á hinni fallegu Pamina, dóttur Næturdrottningarinnar og raunum prinsins Tamino, er hann yfirstígur mikla erfiðleika til að frelsa Paminu frá Sarastro. Þessi ævintýraópera höfðar ákaflega vel til barna og fullorðna og hefur því mikið verið notuð erlendis til að kynna óperur fyrir börnum og nú líkt og á öðrum viðburðum Töfrahurðar munu áheyrendur taka þátt í tónleikunum, þannig að ungir sem aldnir verða þáttakendur í óperunni.

Papageno: Ágúst Ólafsson
Tamino: Gissur Páll Gissurarson
Pamina: Edda Austmann
Monostatos: Snorri Wium Sarastro/Veiðimaður: Viðar Gunnarsson
Papagena: Valgerður Guðnadóttir Næturdrottning/Hirðmey: Rósalind Gísladóttir

Shéhérazade hópurinn

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Frumsýning 16. nóvember kl. 13:30
16. nóvember kl. 16:00

Norðurljós í Hörpu